Hversu heilbrigt er samband þitt?
NJÓTTU, SAMBANDIÐ ÞITT ER HEILBRIGT ÞEGAR MAKI ÞINN...
-
virðir ákvarðanir þínar, óskir og smekk
-
tekur vinum þínum og fjölskyldu sem sínum/sinni
-
treystir þér
-
gleðst með þér
-
tryggir að þið séuð sammála um það sem þið gerið saman
Þið virðið hvort annað. Hræðist ekki að vera ósammála.
VERTU VARKÁR, SEGÐU HÆTTU, ÞAÐ ER OFBELDI ÞEGAR MAKI ÞINN...
-
hunsar þig á dögum þegar hún/hann er reið(ur)
-
kúgar þig ef þú neitar að framkvæma það sem þú ert beðin um
-
hæðist að skoðunum þínum og áformum
-
gerir lítið úr þér og niðurlægir á almannafæri
-
er afbrýðisöm/samur og einokar þig
-
lýgur að þér og hagræðir sannleikanum sér í vil
-
ræður hvað þið gerið og hvert þið farið, hverju þú klæðist, andlitsfarða
-
les textaskilaboðin þín, póstinn þinn, tölvupósta eða skoðar símaforritin þín
-
krefst þess að þú sendir honum/henni persónulegar myndir af þér
-
einangrar þig frá fjölskyldu þinni og vinum
Það sem er að gerast er ekki eðlilegt og ekki þér að kenna. Þú þarft ekki að sætta þig við þetta ástand.
VARAÐU ÞIG OG BIDDU UM HJÁLP, ÞÚ ERT Í HÆTTU ÞEGAR MAKI ÞINN...
-
hæðist að þér þegar þú ámælir honum/henni
-
reiðist þegar honum/henni mislíkar eitthvað
-
hótar að fremja sjálfsvíg “vegna þín”
-
skyldar þig til að horfa á klámefni
-
hótar að birta eða deila persónulegum myndum af þér
-
snertir þig, án samþykkis, á stöðum sem þér finnst óviðeigandi
-
ýtir þér, togar í þig, slær, hristir, lemur, kremur eða kreistir
-
þvingar þig til kynferðislegra athafna
-
ógnar þér með vopni eða hótar að drepa þig
Viðvörun, þú ert án efa fórnarlamb ofbeldis. Ekki standa í þessu ein(n). Leitaðu aðstoðar því ástandið gæti versnað.